Lækkum vexti með stöðugleikasjóði Sigurður Hannesson skrifar 9. mars 2017 07:00 Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun