Lækkum vexti með stöðugleikasjóði Sigurður Hannesson skrifar 9. mars 2017 07:00 Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun