Það vantar hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkrun og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkrunarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heimahúsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mánuði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heilsunnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna undirmönnunar í heimahjúkrun. Nauðsynlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í málefnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar