Kristján Steingrímur með sýningu í BERG Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. mynd /lhi.is Í listagalleríinu BERG Contemporary verður einkasýning Kristjáns Steingríms laugardaginn 11.mars í húsnæði BERG við Klappastíg 16 og hefst sýningin klukkan fimm. Á sýningunni í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur Jónsson verk unnin í margskonar miðla á um það bil tuttugu ára tímabili. Hér er þó ekki um neins konar yfirlit að ræða heldur innsýn inn í margþætta nálgun listamannsins á sama viðfangsefni. Með því að vinna síendurtekið með svipað mengi hugmynda verður til ákveðin heild sem ber vott um einurð og staðfestu, ekki endurtekningar, þróun sem er byggð á sífelldum tilraunum. Efniviður og viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru bæði hlutbundið brot af stað, sem og hugmyndir, minningar eða hugtök um staði. Hlutbundna brotið getur jafnvel verið steinn eða lúka af mold. Efni sem síðan er mulið niður, blandað, fléttað saman við nýtt efni og gert sýnilegt í nýju samhengi, samhengi verksins. Málverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að efnið í þau er fengið og unnið með þessum hætti. Í teikningunum er staður áfram viðfangsefnið, en nú tekur greiningin á sig aðra mynd. Með því að stækka margfalt upp eina efnisögn, eru hugmyndir um stað og hugmyndir um sýnileika víslagðar og verða umfjöllunarefnið. Þetta eru tilraunir til aðgreina og gera sýnilegt það sem er okkur ósýnilegt, samband okkar við stað, sem efnislegt fyrirbæri og sem hugtak yfir samansafn eiginleika. Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Auk þess var Kristján deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2016. Málverkið hefur gengið sem rauður þráður í gegnum listferil Kristjáns. Hann hefur beitt því á mismunandi vegu og reynt á þanþol miðilsins í verkum sínum, ekki með það sem markmið, heldur sem leið til að setja fram og greina viðfangsefni sín. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í listagalleríinu BERG Contemporary verður einkasýning Kristjáns Steingríms laugardaginn 11.mars í húsnæði BERG við Klappastíg 16 og hefst sýningin klukkan fimm. Á sýningunni í BERG Contemporary sýnir Kristján Steingrímur Jónsson verk unnin í margskonar miðla á um það bil tuttugu ára tímabili. Hér er þó ekki um neins konar yfirlit að ræða heldur innsýn inn í margþætta nálgun listamannsins á sama viðfangsefni. Með því að vinna síendurtekið með svipað mengi hugmynda verður til ákveðin heild sem ber vott um einurð og staðfestu, ekki endurtekningar, þróun sem er byggð á sífelldum tilraunum. Efniviður og viðfangsefni Kristjáns Steingríms eru bæði hlutbundið brot af stað, sem og hugmyndir, minningar eða hugtök um staði. Hlutbundna brotið getur jafnvel verið steinn eða lúka af mold. Efni sem síðan er mulið niður, blandað, fléttað saman við nýtt efni og gert sýnilegt í nýju samhengi, samhengi verksins. Málverkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að efnið í þau er fengið og unnið með þessum hætti. Í teikningunum er staður áfram viðfangsefnið, en nú tekur greiningin á sig aðra mynd. Með því að stækka margfalt upp eina efnisögn, eru hugmyndir um stað og hugmyndir um sýnileika víslagðar og verða umfjöllunarefnið. Þetta eru tilraunir til aðgreina og gera sýnilegt það sem er okkur ósýnilegt, samband okkar við stað, sem efnislegt fyrirbæri og sem hugtak yfir samansafn eiginleika. Kristján Steingrímur lauk námi í myndlist við myndlistarakademíuna í Hamborg 1987 og hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Auk þess var Kristján deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2016. Málverkið hefur gengið sem rauður þráður í gegnum listferil Kristjáns. Hann hefur beitt því á mismunandi vegu og reynt á þanþol miðilsins í verkum sínum, ekki með það sem markmið, heldur sem leið til að setja fram og greina viðfangsefni sín.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira