Fjallað um hvalveiðar Íslendinga á vef Al Jazeera: Ferðamenn auka eftirspurnina eftir hvalkjöti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 13:14 Frá verkun hvals. Vísir/Vilhelm „Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira