Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 17:59 Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun. Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Velskum kennara, á leið til Bandaríkjanna frá Wales, var vísað frá borði hér á landi þann 16. febrúar eftir að hann millilenti á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. RÚV greinir frá en fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum.Kennarinn er múslimi og var á ferð til Bandaríkjanna með hóp nemenda sinna. Var hann kominn um borð í flugvélina á leið til Bandaríkjanna þegar honum var fylgt úr flugvélinni af öryggisvörðum á flugvellinum. Talsmaður sveitarfélagsins sem kennarinn starfar fyrirr segir að kennarinn hafi verið með gilda vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hafi samt sem áður ekki fengið leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna. Nemendurnir héldu för sinni áfram en talsmaður sveitarfélagsins segir að engar fullnægjandi skýringar hafi borist á því af hverju kennaranum var vísað frá borði. Er hann sagður vera svekktur og sár með þá meðhöndlun sem hann fékk á flugvellinum. Þá reyndi hann að fá svör hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi án árangurs. Hefur sveitarfélagið krafið bandaríska sendiráðið í London um svör. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf sem kunnugt er út fyrr á árinu tilskipun um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Sú tilskipun er þó ekki í gildi eftir að lögbann var sett á hana. Talið er að Bandaríkjastjórn vinni nú að því að koma á ferðabanninu á nýju, með nýrri tilskipun.
Donald Trump Tengdar fréttir AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04 Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
AP: Nýtt ferðabann Trump mun beinast gegn ríkisborgurum sömu sjö ríkja og hið fyrra Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á næstunni kynna nýja tilskipun um ferðabann, eftir að dómstólar felldu þá fyrri úr gildi fyrr í mánuðinum. 20. febrúar 2017 09:04
Vill nýja tilskipun um ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. 11. febrúar 2017 07:48