Upplifði helvíti í Napoli: Bendlaður við mafíu og barnaníð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Quagliarella fagnar nýverið marki í leik með Sampdoria. Vísir/Getty Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Sjá meira
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Sjá meira