Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 13:15 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira