Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 13:31 Juhel Miah. Skjáskot/BBC Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah. Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah.
Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59