Er þetta í lagi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar