Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Haraldur Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2017 07:30 Auk hestasýningarinnar var boðið upp á ferðir með í hesthúsin og í Fákaseli var einnig veitingastaður og verslun. Fákasel Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira