Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Haraldur Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2017 07:30 Auk hestasýningarinnar var boðið upp á ferðir með í hesthúsin og í Fákaseli var einnig veitingastaður og verslun. Fákasel Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira