Björn Leví skorar á forsætisráðherra að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07