Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ atli ísleifsson skrifar 22. febrúar 2017 10:27 Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Vísir/Getty Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15
Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22