UFC-stjarnan Ronda Rousey verður mætt á Stöð 2 í maí þar sem hún verður í gestahlutverki í þættinum vinsæla, Blindspot.
Þar mun Ronda leika konu sem heitir Devon Penberthy og er fangi. Sterk íþróttakona sem kann að berjast og meðhöndla skotvopn eins og fagkona.
Ronda er að verða nokkuð sjóuð í kvikmyndabransanum eftir að hafa leikið í The Expendables, Furious 7 og Entourage. Hún hefur líka verið stjórnandi Saturday Night Live.
Fastlega er búist við því að hún muni ekki berjast aftur í UFC eftir neyðarlegt tap gegn Amöndu Nunes um áramótin.
Blindspot er á dagskrá Stöðar 2 á þriðjudagskvöldum.
Ronda gestaleikari í Blindspot
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti
Fleiri fréttir
