Framsókn og VG á móti innflutningi á hráu kjöti Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 20:36 Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira