Umfjöllun BBC um ferðamenn á Íslandi: "Væri enn betra ef það væri færra fólk hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 23:30 Reynisfjara á Suðurlandi. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ítarleg umfjöllun er á vef BBC um ástæður þess að Ísland sé orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna í heiminum. Mikil umfjöllun um Ísland á undanförnum árum, lág flugfargjöld og fegurð landsins eru sagðar helstu ástæðurnar. En vandamálin eru ekki langt undan.Fjallað er um þá gríðarlega fjölgun sem orðið hefur á komu ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum. Tekið er sérstaklega fram að hér á landi búi aðeins 330 þúsund manns sem hafi tekið á móti tæplega tveimur milljónum ferðamanna á síðasta ári. Ísland er sagt vera sneiðmynd af alþjóðlegri þróun þar sem ferðaþjónusta er að verða einn stærsti atvinnuvegur heimsins og þau áhrif sem ódýr flugfargjöld geta haft á efnahag ríkja.Ísland mikið í fréttunum Tekið er fram að ein af ástæðunum þess að Ísland komst á kortið sé sú að mikið hefur verið fjallað um Ísland í erlendum fjölmiðlum undanfarin ár. Ísland varð alræmt eftir bankahrunið 2008 auk þess sem að eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og árangur Íslands á EM í knattspyrnu síðastliðið sumar hafi gert það að verkum að Ísland hefur reglulega verið á allra vörum undanfarin ár.Algeng sjón á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár.vísir/gvaÓdýr flugfargjöld líklega haft mest áhrif Fjölmörg flugfélög flúga til og frá Íslandi og í umfjöllun BBC er rætt við David Godger, sérfræðing hjá Oxford Economics. Hann segir að mörg flugfélög hafi gert sérstaklega vel í því að bjóða farþegum sínum að stoppa í nokkra daga á Íslandi áður en þeir halda för sinni áfram. „Við sjáum að ferðamennirnir eru oftar en ekki að gera hlé á ferði sinni á Íslandi og stoppa þar í nokkra daga,“ segir Godger. „Þetta er nákvæmlega það sem Dubai og Singapúr gerðu fyrir nokkrum árum.“ Einnig er rætt við Ingu Hlín Pálsdóttur hjá Íslandsstofu sem segir að þetta hafi greinilega haft sín áhrif á mannlífið á Íslandi. Bendir hún blaðamanni á svæðið hjá Reykjavik Marina Hotel og segir að eftir hrunið hafi ekkert verið að gerast á þessu svæði en nú sé það iðandi af lífi. Blaðamaður fjallar einnig um að víða um borgina má sjá byggingarkrana á lofti og þá tekur hann sérstaklega eftir því að á Keflavíkurflugvelli mátti sjá auglýsingu frá Bláa lóninu þar sem fyrirhuguð stækkun er auglýst.Kínversku ferðamennirnir voru látnir raka ofan í för eftir utanvegakstur á sínum tíma.Mynd/Kristinn JónEkki allir ánægðir Einnig er fjallað um skuggahliðar ferðamennskunnar og er rætt við Salome Hallfreðsdóttir hjá Landvernd sem segist hafa áhyggjur áhrifum ferðamanna á óspillt landsvæði hér á landi. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli síðast þegar hún kom að Landmannalaugum síðasta sumar. Þar sá hún hundruð bíla og fleiri ferðamenn en hún hafi nokkru sinni séð áður. Þá nefnir Salome að Íslendingar hafi miklar áhyggjur af utanvegaakstri og að nauðsynlegt sé að fjölga landvörðum til þess að tryggja að ferðamenn fari eftir reglum á hálendinu. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort að vöxtur ferðaþjónustunnar hér á landi muni halda áfram og hvort vöxturinn sé sjálfbær. Nefnir hann að hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu sé stærri hér en víðast hvar í Evrópu og spyr hvort að blaðran geti sprungið. Nefnir hann sem dæmi að fall breska pundsins og dollarans gagnvart krónunni hafi gert það að verkum að skyndilega séu ferðirnar til Íslands orðnar dýrari fyrir Breta og Bandaríkjamenn. „Okkar líkan sýnir að það eru skýr tengsl á milli gengis og árangurs í ferðaþjónustu,“ segir Goodger. Hann gerir ráð fyrir að það hægist á vexti ferðaþjónustunnar en vöxturinn haldi engu að síður áfram. Það geri þó breyst. „Ef Ísland verður mun dýrari áfangastaður en nú gæti þetta snúist við,“ segir Goodger. Að lokum fer blaðamaður í heimsókn til Bláa lónsins og heyrir einn ferðalanginn segja við vin sinn: „Væri enn betra ef það væri færra fólk hérna“Lesa má ítarlega umfjöllun BBC hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Myndskeið sem sýnir ferðamenn stöðva bíla sína á vegum landsins hefur vakið mikla athygli. 31. janúar 2017 12:40 Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Fjöldi gesta fjórtán hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra var 355.000 manns. Milli ára fjölgaði því um 80.000 gesti. 20. febrúar 2017 06:30 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi "Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður. 15. febrúar 2017 10:11 Danir klóra sér í hausnum yfir viðsnúningnum á Íslandi Fréttamenn DR1 sóttu Ísland heim í desember til að komast til botns í því hvað hefur gerst hér síðan 2008. 24. janúar 2017 11:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Ítarleg umfjöllun er á vef BBC um ástæður þess að Ísland sé orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna í heiminum. Mikil umfjöllun um Ísland á undanförnum árum, lág flugfargjöld og fegurð landsins eru sagðar helstu ástæðurnar. En vandamálin eru ekki langt undan.Fjallað er um þá gríðarlega fjölgun sem orðið hefur á komu ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum. Tekið er sérstaklega fram að hér á landi búi aðeins 330 þúsund manns sem hafi tekið á móti tæplega tveimur milljónum ferðamanna á síðasta ári. Ísland er sagt vera sneiðmynd af alþjóðlegri þróun þar sem ferðaþjónusta er að verða einn stærsti atvinnuvegur heimsins og þau áhrif sem ódýr flugfargjöld geta haft á efnahag ríkja.Ísland mikið í fréttunum Tekið er fram að ein af ástæðunum þess að Ísland komst á kortið sé sú að mikið hefur verið fjallað um Ísland í erlendum fjölmiðlum undanfarin ár. Ísland varð alræmt eftir bankahrunið 2008 auk þess sem að eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og árangur Íslands á EM í knattspyrnu síðastliðið sumar hafi gert það að verkum að Ísland hefur reglulega verið á allra vörum undanfarin ár.Algeng sjón á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár.vísir/gvaÓdýr flugfargjöld líklega haft mest áhrif Fjölmörg flugfélög flúga til og frá Íslandi og í umfjöllun BBC er rætt við David Godger, sérfræðing hjá Oxford Economics. Hann segir að mörg flugfélög hafi gert sérstaklega vel í því að bjóða farþegum sínum að stoppa í nokkra daga á Íslandi áður en þeir halda för sinni áfram. „Við sjáum að ferðamennirnir eru oftar en ekki að gera hlé á ferði sinni á Íslandi og stoppa þar í nokkra daga,“ segir Godger. „Þetta er nákvæmlega það sem Dubai og Singapúr gerðu fyrir nokkrum árum.“ Einnig er rætt við Ingu Hlín Pálsdóttur hjá Íslandsstofu sem segir að þetta hafi greinilega haft sín áhrif á mannlífið á Íslandi. Bendir hún blaðamanni á svæðið hjá Reykjavik Marina Hotel og segir að eftir hrunið hafi ekkert verið að gerast á þessu svæði en nú sé það iðandi af lífi. Blaðamaður fjallar einnig um að víða um borgina má sjá byggingarkrana á lofti og þá tekur hann sérstaklega eftir því að á Keflavíkurflugvelli mátti sjá auglýsingu frá Bláa lóninu þar sem fyrirhuguð stækkun er auglýst.Kínversku ferðamennirnir voru látnir raka ofan í för eftir utanvegakstur á sínum tíma.Mynd/Kristinn JónEkki allir ánægðir Einnig er fjallað um skuggahliðar ferðamennskunnar og er rætt við Salome Hallfreðsdóttir hjá Landvernd sem segist hafa áhyggjur áhrifum ferðamanna á óspillt landsvæði hér á landi. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli síðast þegar hún kom að Landmannalaugum síðasta sumar. Þar sá hún hundruð bíla og fleiri ferðamenn en hún hafi nokkru sinni séð áður. Þá nefnir Salome að Íslendingar hafi miklar áhyggjur af utanvegaakstri og að nauðsynlegt sé að fjölga landvörðum til þess að tryggja að ferðamenn fari eftir reglum á hálendinu. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort að vöxtur ferðaþjónustunnar hér á landi muni halda áfram og hvort vöxturinn sé sjálfbær. Nefnir hann að hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu sé stærri hér en víðast hvar í Evrópu og spyr hvort að blaðran geti sprungið. Nefnir hann sem dæmi að fall breska pundsins og dollarans gagnvart krónunni hafi gert það að verkum að skyndilega séu ferðirnar til Íslands orðnar dýrari fyrir Breta og Bandaríkjamenn. „Okkar líkan sýnir að það eru skýr tengsl á milli gengis og árangurs í ferðaþjónustu,“ segir Goodger. Hann gerir ráð fyrir að það hægist á vexti ferðaþjónustunnar en vöxturinn haldi engu að síður áfram. Það geri þó breyst. „Ef Ísland verður mun dýrari áfangastaður en nú gæti þetta snúist við,“ segir Goodger. Að lokum fer blaðamaður í heimsókn til Bláa lónsins og heyrir einn ferðalanginn segja við vin sinn: „Væri enn betra ef það væri færra fólk hérna“Lesa má ítarlega umfjöllun BBC hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Myndskeið sem sýnir ferðamenn stöðva bíla sína á vegum landsins hefur vakið mikla athygli. 31. janúar 2017 12:40 Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Fjöldi gesta fjórtán hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra var 355.000 manns. Milli ára fjölgaði því um 80.000 gesti. 20. febrúar 2017 06:30 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi "Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður. 15. febrúar 2017 10:11 Danir klóra sér í hausnum yfir viðsnúningnum á Íslandi Fréttamenn DR1 sóttu Ísland heim í desember til að komast til botns í því hvað hefur gerst hér síðan 2008. 24. janúar 2017 11:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
„Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Myndskeið sem sýnir ferðamenn stöðva bíla sína á vegum landsins hefur vakið mikla athygli. 31. janúar 2017 12:40
Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Fjöldi gesta fjórtán hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra var 355.000 manns. Milli ára fjölgaði því um 80.000 gesti. 20. febrúar 2017 06:30
Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03
Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi "Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður. 15. febrúar 2017 10:11
Danir klóra sér í hausnum yfir viðsnúningnum á Íslandi Fréttamenn DR1 sóttu Ísland heim í desember til að komast til botns í því hvað hefur gerst hér síðan 2008. 24. janúar 2017 11:00