„Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 14:30 María Karlsdóttir, fyrirliði Hauka, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, með bikarinn sem liðin berjast um þessa helgina. vísir/anton brink Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Seinni leikurinn hefst klukkan 19.30 en þar eigast við Haukar og Fram. Fram er í heildina búið að vera besta liðið í vetur en það trónir á toppnum í Olís-deildinni með 27 stig og tapaði ekki leik fyrr en í byrjun febrúar. Þá tapaði liðið tveimur í röð en seinni tapleikurinn var einmitt á móti Haukum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. „Við vissum að það yrði erfitt að fara í gegnum deildina taplausar. Við vorum ekki að spila nógu vel og vorum ólíkar sjálfum okkur. Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma þannig við getum nýtt okkur þetta inn í bikarhelgina,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram sem sýndi styrk sinn í síðustu umferð þegar liðið rústaði Gróttu. „Við vorum staðráðnar í að fá sjálfstraustið aftur upp fyrir bikarhelgina og við náðum því þokkalega. Þetta snerist fyrst og fremst um okkur. Við vorum bara lélegar og ólíkar sjálfum okkur. Við þurfum svolítið að einblína á okkur og fara yfir okkar leik og hvað við getum gert betur í staðinn fyrir að hugsa um hvað Haukarnir gera,“ segir Steinunn.Haukarnir ætluðu sér að vinna deildarleikinn gegn Fram til að sýna sjálfum sér að það er hægt. María Karlsdóttir, fyrirlið Hauka, gerir ekki lítið úr mikilvægi sigursins. „Þetta var mjög mikilvægt. Við töluðum um fyrir þann leik að við vildum sýna að það er hægt að vinna og fram og að við getum unnið þær,“ segir María. „Við mættum í þann leik alveg brjálaðar og með það hugarfar að spila góðan leik og þar af leiðandi vinna Fram. Við einbeitum okkur að okkur og að spila okkar leik. Við viljum mæta með stemninguna í lagi.“ Haukarnir eru búnir að mæta í Höllina öll fjögur árin sem spilar hefur verið með „Final Four“-fyrirkomulaginu en aldrei hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn sjálfan. „Við erum ekkert búnar að greina þetta þannig lagað en það er rétt að undanfarin fjögur ár höfum við stoppað í undanúrslitunum. Liðið hefur svo sem breyst á milli ára en það er klárlega þröskuldur sem við þurfum að komast yfir,“ segir María Karlsdóttir. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir "Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Seinni leikurinn hefst klukkan 19.30 en þar eigast við Haukar og Fram. Fram er í heildina búið að vera besta liðið í vetur en það trónir á toppnum í Olís-deildinni með 27 stig og tapaði ekki leik fyrr en í byrjun febrúar. Þá tapaði liðið tveimur í röð en seinni tapleikurinn var einmitt á móti Haukum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. „Við vissum að það yrði erfitt að fara í gegnum deildina taplausar. Við vorum ekki að spila nógu vel og vorum ólíkar sjálfum okkur. Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma þannig við getum nýtt okkur þetta inn í bikarhelgina,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram sem sýndi styrk sinn í síðustu umferð þegar liðið rústaði Gróttu. „Við vorum staðráðnar í að fá sjálfstraustið aftur upp fyrir bikarhelgina og við náðum því þokkalega. Þetta snerist fyrst og fremst um okkur. Við vorum bara lélegar og ólíkar sjálfum okkur. Við þurfum svolítið að einblína á okkur og fara yfir okkar leik og hvað við getum gert betur í staðinn fyrir að hugsa um hvað Haukarnir gera,“ segir Steinunn.Haukarnir ætluðu sér að vinna deildarleikinn gegn Fram til að sýna sjálfum sér að það er hægt. María Karlsdóttir, fyrirlið Hauka, gerir ekki lítið úr mikilvægi sigursins. „Þetta var mjög mikilvægt. Við töluðum um fyrir þann leik að við vildum sýna að það er hægt að vinna og fram og að við getum unnið þær,“ segir María. „Við mættum í þann leik alveg brjálaðar og með það hugarfar að spila góðan leik og þar af leiðandi vinna Fram. Við einbeitum okkur að okkur og að spila okkar leik. Við viljum mæta með stemninguna í lagi.“ Haukarnir eru búnir að mæta í Höllina öll fjögur árin sem spilar hefur verið með „Final Four“-fyrirkomulaginu en aldrei hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn sjálfan. „Við erum ekkert búnar að greina þetta þannig lagað en það er rétt að undanfarin fjögur ár höfum við stoppað í undanúrslitunum. Liðið hefur svo sem breyst á milli ára en það er klárlega þröskuldur sem við þurfum að komast yfir,“ segir María Karlsdóttir.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir "Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
"Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45