"Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 09:49 Björgunarsveitir Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu til að bregðast við útköllum vegna veðurs í dag. Mynd/Vilhelm Björgunarsveitir Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu til að bregðast við útköllum vegna veðurs í dag. Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. „Við erum byrjuð að aðstoða Vegagerðina við lokun vega út af veðrinu og það að loka vegum og tilkynna það með góðum fyrirvara eins og í gær það er mikil forvörn fólgin í því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. „Síðan nýttum við safetravel verkefnið okkar í gær og sendu viðvaranir til hátt í 3000 aðila sem koma að ferðaþjónustunni. Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur.“Hvað getur fólk gert til að forðast að þurfa á hjálp björgunarsveita að halda í dag? „Vera bara alls ekkert á ferðinni. Þetta er ansi vont veður og það er úti um allt land, nær yfir allt landið og vegagerðin er búin að tilkynna það að vegum verði lokað. Allavegana endurskoða öll ferðaplön ef það hefur ætlað að gera eitthvað svoleiðis. Þetta er bara að nota hyggjuvitið.“ Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar ætti veðrið að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli klukkan 16 og 17 fer að lægja og draga úr vætu. Í nótt og á morgun er búist við vestlægri átt, víða 8-15 metrum á sekúndu og éljum um landið sunnan- og vestanvert. Hvassara verður á stöku stað seint í nótt og í fyrramálið.Vegagerðin hefur tilkynnt að búast megi við lokunum á eftirfarandi vegum á þeim tíma sem gefnir eru upp:09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði. 11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. 12:00 – 17:00 Reykjanesbraut. 12:00 – 18:00 Kjalarnes og Hafnarfjall. 15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku. 16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð. Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Björgunarsveitir Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu til að bregðast við útköllum vegna veðurs í dag. Björgunarsveitarmenn vinna nú við að aðstoða Vegagerðina við lokun vega. „Við erum byrjuð að aðstoða Vegagerðina við lokun vega út af veðrinu og það að loka vegum og tilkynna það með góðum fyrirvara eins og í gær það er mikil forvörn fólgin í því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. „Síðan nýttum við safetravel verkefnið okkar í gær og sendu viðvaranir til hátt í 3000 aðila sem koma að ferðaþjónustunni. Það eiga allir að vera mjög vel upplýstir um veðrið sem er að skella á okkur.“Hvað getur fólk gert til að forðast að þurfa á hjálp björgunarsveita að halda í dag? „Vera bara alls ekkert á ferðinni. Þetta er ansi vont veður og það er úti um allt land, nær yfir allt landið og vegagerðin er búin að tilkynna það að vegum verði lokað. Allavegana endurskoða öll ferðaplön ef það hefur ætlað að gera eitthvað svoleiðis. Þetta er bara að nota hyggjuvitið.“ Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar ætti veðrið að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli klukkan 16 og 17 fer að lægja og draga úr vætu. Í nótt og á morgun er búist við vestlægri átt, víða 8-15 metrum á sekúndu og éljum um landið sunnan- og vestanvert. Hvassara verður á stöku stað seint í nótt og í fyrramálið.Vegagerðin hefur tilkynnt að búast megi við lokunum á eftirfarandi vegum á þeim tíma sem gefnir eru upp:09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði. 11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. 12:00 – 17:00 Reykjanesbraut. 12:00 – 18:00 Kjalarnes og Hafnarfjall. 15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku. 16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð.
Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira