Þingmaður Pírata segir brýnt að virkja samfélagsþátttöku ungs fólks Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v
Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent