Bróðurmorð og innflutningsbann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. febrúar 2017 10:00 Norður-Kóreumenn fylgjast með útsendingu KCNA í fyrra þar sem tilkynnt var um að fyrsta vetnissprengjutilraun hersins hefði heppnast. vísir/afp Árið 2012 greindi ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) frá því að fylgsni einhyrnings konungsins Tongmyong frá því í fornöld hefði fundist. Mistúlkun á fréttinni varð til þess að fjölmiðlar víða um heim greindu frá því að KCNA héldi því fram að tekist hefði að sanna tilvist einhyrninga. Þótt sú mistúlkun sé hlægileg er hún ekki ótrúleg. Oftar en einu sinni hafa stórfurðulegar fréttir borist frá Norður-Kóreu. Til að mynda var því haldið fram um Kim Jong-il heitinn, leiðtoga ríkisins, að hann hefði verið besti golfari heims, gæti stýrt veðrinu og að hann kúkaði ekki. Norður-Kórea er lokað einræðisríki. Ekki er hægt að ferðast frjálst um landið og búa íbúar þess við afar skert tjáningar- og upplýsingafrelsi. Samkvæmt blaðamannasamtökunum Blaðamenn án landamæra njóta íbúarnir minnsts frelsis allra. Þrátt fyrir að stjórnarskrá ríkisins kveði á um tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi kemur ríkisstjórnin í veg fyrir að það ákvæði sé virt nema umrætt frelsi sé nýtt í að lofa ríkisstjórnina og leiðtogann Kim Jong-un. Þeir sem brjóta gegn ríkinu eru sendir í vinnubúðir og fara foreldrar, afar og ömmur og börn viðkomandi með. Hér verður ekki greint frá öllum þeim þáttum norðurkóresks samfélags sem kynni að vera lesendum Fréttablaðsins framandi, jafnvel ógnvænlegt. Frekar er kafað í nýlegar, þýðingarmiklar fréttir sem hafa borist frá hinu einangraða einræðisríki.King Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgist með heræfingu norðurkóreska hersins í höfuðborginni Pjongjang.vísir/epaBróðir leiðtogans myrtur Þrettánda þessa mánaðar var Kim Jong-nam myrtur á flugvelli í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu. Kim var hálfbróðir leiðtogans Jong-un. Til 2001 var búist við því að Jong-nam yrði leiðtogi ríkisins eftir fráfall Jong-il. Jong-nam hafði hins vegar ekki áhuga á því og féll úr náðinni hjá föður sínum eftir að hann var handtekinn í Disneyland í Tókýó, höfuðborg Japans, fyrir að vera með falsað vegabréf. Morðið á Jong-nam hefur vakið upp fjölmargar spurningar. 28 ára kona var handtekin eftir að hún náðist á myndband þar sem hún sprautaði vökva framan í Jong-nam. Konan sagðist hafa verið að taka þátt í hrekk þar sem sprauta ætti vatni framan í fólk fyrir sjónvarpsþátt. Vatninu hafi hins vegar verið skipt út fyrir eitur. Yfirvöld í Malasíu hafa sagt norðurkóreska ríkið koma í veg fyrir að krufning fari fram á líki Jong-nam. Hún fór hins vegar fram tveimur dögum eftir andlát hans. Norður-Kóreumenn hafa neitað því að bera ábyrgð á morðinu og ásaka að auki Malasa um að falsa sönnunargögn svo það líti út fyrir að morðið hafi verið í pólitískum tilgangi. Samtök norðurkóreskra lögfræðinga hafa haldið því fram að Malasar beri mesta ábyrgð á morðinu þar sem glæpurinn hafi verið framinn í Kúala Lúmpúr. Samkvæmt frétt KCNA hafa yfirvöld í Suður-Kóreu einnig lagt á ráðin um að láta líta út fyrir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi fyrirskipað morðið. Ljóst er að atvik sem þetta verður ekki til þess að bæta sambönd Norður-Kóreumanna við nágrannalönd sín.Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un.vísir/gettyKínverjar fjarlægjast Efnahagur Norður-Kóreu stendur ekki styrkum fótum. Verg landsframleiðsla á mann er um 196 þúsund krónur á ári. Samsvarandi tala á Íslandi er um 6,3 milljónir króna. Það voru því afar slæm tíðindi sem bárust Norður-Kóreumönnum síðasta laugardag er helsta viðskiptaríki þeirra, Kína, tilkynnti um innflutningsbann á norðurkóreskum kolum. Kínverjar flytja inn 63 prósent norðurkóresks varnings og eru kol stór hluti þeirrar tölu. Kínverjar eru einnig helstu pólitísku bandamenn Norður-Kóreumanna. KCNA segir að nágrannaríki vinni nú með óvinum Norður-Kóreu að því að rífa niður norðurkóreska samfélagsgerð. Nágrannaríkið er augljóslega Kína. „Þetta ríki, sem telur sig stórveldi, dansar við söng Bandaríkjanna á meðan það ver sína grimmilegu hegðun með því að segja að aðgerðum þess sé ekki ætlað að hafa neikvæð áhrif á líf Norður-Kóreumanna heldur til að halda kjarnorkuáætlun þeirra í skefjum.“ Vísað er til þess að nágrannaríkið þykist vera vinur Norður-Kóreu en taki ómannúðlegar ákvarðanir um að loka á milliríkjaviðskipti undir yfirskini ólöglegra tilskipana Sameinuðu þjóðanna.Heræfingar og fjöldafundir eru tíðir í Norður-Kóreu. Í janúar var fjöldafundur þar sem þúsundir söfnuðust saman til að hylla leiðtogann.vísir/afpNýi óvinurinn í vestri Nýr Bandaríkjaforseti, Donald Trump, getur ekki talist vinur norðurkóreskra stjórnvalda. Áður en Trump tók við embætti, þann 2. janúar, lýsti hann því yfir á Twitter að Norður-Kóreumönnum yrði ekki leyft að þróa kjarnorkuflaugar sem flogið geti milli heimsálfa. Þann 12. febrúar, stuttu eftir að Trump tók við embætti, var gerð eldflaugatilraun í Norður-Kóreu. Fjölmargar tilraunir fóru fram 2016. Þegar Trump bárust fréttir af tilrauninni var hann í sveitaklúbbi sínum í Flórída með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hlupu til þeirra aðstoðarmenn með skjöl, upplýsingar og síma. Í kjölfarið kepptust ýmsir við að fordæma eldflaugaskotið. Meðal annars öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Bæði Kína og Bandaríkin samþykktu þá yfirlýsingu. Í grein Josephs Torigian fyrir Washington Post fyrr í mánuðinum kemur fram að stuðningur Kínverja sé Norður-Kóreumönnum ekki allt. Norður-Kórea hafi lengi staðið af sér pressu Kínverja. Vísar Torigian til þess að Kínverjar hafi fyrirlitið fyrsta leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Il Sung, og þrýst á að honum yrði komið úr embætti. Norður-Kóreumenn stóðu þann þrýsting hins vegar af sér líkt og þeir hafa oft gert síðan þá. Óljóst verður að teljast hvort enn verri sambönd við nágrannaríkin og æ hrakandi efnahagur muni leiða til falls Norður-Kóreu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Árið 2012 greindi ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) frá því að fylgsni einhyrnings konungsins Tongmyong frá því í fornöld hefði fundist. Mistúlkun á fréttinni varð til þess að fjölmiðlar víða um heim greindu frá því að KCNA héldi því fram að tekist hefði að sanna tilvist einhyrninga. Þótt sú mistúlkun sé hlægileg er hún ekki ótrúleg. Oftar en einu sinni hafa stórfurðulegar fréttir borist frá Norður-Kóreu. Til að mynda var því haldið fram um Kim Jong-il heitinn, leiðtoga ríkisins, að hann hefði verið besti golfari heims, gæti stýrt veðrinu og að hann kúkaði ekki. Norður-Kórea er lokað einræðisríki. Ekki er hægt að ferðast frjálst um landið og búa íbúar þess við afar skert tjáningar- og upplýsingafrelsi. Samkvæmt blaðamannasamtökunum Blaðamenn án landamæra njóta íbúarnir minnsts frelsis allra. Þrátt fyrir að stjórnarskrá ríkisins kveði á um tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi kemur ríkisstjórnin í veg fyrir að það ákvæði sé virt nema umrætt frelsi sé nýtt í að lofa ríkisstjórnina og leiðtogann Kim Jong-un. Þeir sem brjóta gegn ríkinu eru sendir í vinnubúðir og fara foreldrar, afar og ömmur og börn viðkomandi með. Hér verður ekki greint frá öllum þeim þáttum norðurkóresks samfélags sem kynni að vera lesendum Fréttablaðsins framandi, jafnvel ógnvænlegt. Frekar er kafað í nýlegar, þýðingarmiklar fréttir sem hafa borist frá hinu einangraða einræðisríki.King Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fylgist með heræfingu norðurkóreska hersins í höfuðborginni Pjongjang.vísir/epaBróðir leiðtogans myrtur Þrettánda þessa mánaðar var Kim Jong-nam myrtur á flugvelli í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu. Kim var hálfbróðir leiðtogans Jong-un. Til 2001 var búist við því að Jong-nam yrði leiðtogi ríkisins eftir fráfall Jong-il. Jong-nam hafði hins vegar ekki áhuga á því og féll úr náðinni hjá föður sínum eftir að hann var handtekinn í Disneyland í Tókýó, höfuðborg Japans, fyrir að vera með falsað vegabréf. Morðið á Jong-nam hefur vakið upp fjölmargar spurningar. 28 ára kona var handtekin eftir að hún náðist á myndband þar sem hún sprautaði vökva framan í Jong-nam. Konan sagðist hafa verið að taka þátt í hrekk þar sem sprauta ætti vatni framan í fólk fyrir sjónvarpsþátt. Vatninu hafi hins vegar verið skipt út fyrir eitur. Yfirvöld í Malasíu hafa sagt norðurkóreska ríkið koma í veg fyrir að krufning fari fram á líki Jong-nam. Hún fór hins vegar fram tveimur dögum eftir andlát hans. Norður-Kóreumenn hafa neitað því að bera ábyrgð á morðinu og ásaka að auki Malasa um að falsa sönnunargögn svo það líti út fyrir að morðið hafi verið í pólitískum tilgangi. Samtök norðurkóreskra lögfræðinga hafa haldið því fram að Malasar beri mesta ábyrgð á morðinu þar sem glæpurinn hafi verið framinn í Kúala Lúmpúr. Samkvæmt frétt KCNA hafa yfirvöld í Suður-Kóreu einnig lagt á ráðin um að láta líta út fyrir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi fyrirskipað morðið. Ljóst er að atvik sem þetta verður ekki til þess að bæta sambönd Norður-Kóreumanna við nágrannalönd sín.Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un.vísir/gettyKínverjar fjarlægjast Efnahagur Norður-Kóreu stendur ekki styrkum fótum. Verg landsframleiðsla á mann er um 196 þúsund krónur á ári. Samsvarandi tala á Íslandi er um 6,3 milljónir króna. Það voru því afar slæm tíðindi sem bárust Norður-Kóreumönnum síðasta laugardag er helsta viðskiptaríki þeirra, Kína, tilkynnti um innflutningsbann á norðurkóreskum kolum. Kínverjar flytja inn 63 prósent norðurkóresks varnings og eru kol stór hluti þeirrar tölu. Kínverjar eru einnig helstu pólitísku bandamenn Norður-Kóreumanna. KCNA segir að nágrannaríki vinni nú með óvinum Norður-Kóreu að því að rífa niður norðurkóreska samfélagsgerð. Nágrannaríkið er augljóslega Kína. „Þetta ríki, sem telur sig stórveldi, dansar við söng Bandaríkjanna á meðan það ver sína grimmilegu hegðun með því að segja að aðgerðum þess sé ekki ætlað að hafa neikvæð áhrif á líf Norður-Kóreumanna heldur til að halda kjarnorkuáætlun þeirra í skefjum.“ Vísað er til þess að nágrannaríkið þykist vera vinur Norður-Kóreu en taki ómannúðlegar ákvarðanir um að loka á milliríkjaviðskipti undir yfirskini ólöglegra tilskipana Sameinuðu þjóðanna.Heræfingar og fjöldafundir eru tíðir í Norður-Kóreu. Í janúar var fjöldafundur þar sem þúsundir söfnuðust saman til að hylla leiðtogann.vísir/afpNýi óvinurinn í vestri Nýr Bandaríkjaforseti, Donald Trump, getur ekki talist vinur norðurkóreskra stjórnvalda. Áður en Trump tók við embætti, þann 2. janúar, lýsti hann því yfir á Twitter að Norður-Kóreumönnum yrði ekki leyft að þróa kjarnorkuflaugar sem flogið geti milli heimsálfa. Þann 12. febrúar, stuttu eftir að Trump tók við embætti, var gerð eldflaugatilraun í Norður-Kóreu. Fjölmargar tilraunir fóru fram 2016. Þegar Trump bárust fréttir af tilrauninni var hann í sveitaklúbbi sínum í Flórída með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hlupu til þeirra aðstoðarmenn með skjöl, upplýsingar og síma. Í kjölfarið kepptust ýmsir við að fordæma eldflaugaskotið. Meðal annars öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Bæði Kína og Bandaríkin samþykktu þá yfirlýsingu. Í grein Josephs Torigian fyrir Washington Post fyrr í mánuðinum kemur fram að stuðningur Kínverja sé Norður-Kóreumönnum ekki allt. Norður-Kórea hafi lengi staðið af sér pressu Kínverja. Vísar Torigian til þess að Kínverjar hafi fyrirlitið fyrsta leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Il Sung, og þrýst á að honum yrði komið úr embætti. Norður-Kóreumenn stóðu þann þrýsting hins vegar af sér líkt og þeir hafa oft gert síðan þá. Óljóst verður að teljast hvort enn verri sambönd við nágrannaríkin og æ hrakandi efnahagur muni leiða til falls Norður-Kóreu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira