Mikið var um hefðbundin helgarverkefni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í upphafi kvölds í gær. Það breyttist þó þegar snjókoman skall á og færð spilltist víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögreglunni var mikill erill vegna útkalla sem tengdust veðrinu.
Fólki gekk illa að komast leiða sinna en einhverjir reyndu samt að aka heim í snjókomunni þrátt fyrir að hafa fengið sér í glas.
Fimm voru handteknir grunaðir um ölvunarakstur eftir miðnætti. Nokkrir þurftu að gista í fangaklefa.
Fólki gekk illa að komast leiða sinna en einhverjir reyndu samt að aka heim í snjókomunni þrátt fyrir að hafa fengið sér í glas.
Fimm voru handteknir grunaðir um ölvunarakstur eftir miðnætti. Nokkrir þurftu að gista í fangaklefa.