Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 16:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila