Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 16:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira