Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, býr sig undir að lyfta Coca Cola-bikarnum sem liðið vann annað árið í röð. vísir/andri marinó Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur. Stjarnan spilaði frábæra vörn í byrjun leiks og fyrir aftan hana var Hafdís Renötudóttir í miklum ham. Hún varði sex af fyrstu sjö skotunum sem hún fékk á sig, þar af fjögur frá Ragnheiði Júlíusdóttur. Hafdís kom til Stjörnunnar frá Fram fyrir tímabilið og reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu í Höllinni. Stjarnan keyrði stíft á Fram í upphafi leiks og það skilaði einföldum mörkum. Eftir 18 mínútna leik var staðan orðin 11-3 og staða Stjörnunnar afar vænleg. „Ég hef aldrei spilað jafn geðveika vörn og fyrstu tíu mínúturnar. Það voru allir á tánum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir sem var frábær í vörn Stjörnunnar og skoraði auk þess sex mörk, þar af sigurmarkið þegar mínúta var eftir.Algjör viðsnúningur Það var kannski eins gott að Stjarnan byrjaði leikinn jafn vel og hún gerði því liðið var í ævintýralegum vandræðum í sókninni síðustu 42 mínútur leiksins. Stjörnukonur skoruðu 11 mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins en bara sjö eftir það. Á sama tíma vaknaði Framliðið til lífsins; þétti vörnina, Guðrún Ósk Maríasdóttir fór að verja og Ragnheiður snögghitnaði í sókninni. Hún skoraði aðeins eitt mark úr fyrstu sjö skotunum sínum en næstu fimm skot fóru í markið. Fram minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik, 13-9, og jafnaði metin í 17-17 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Við byrjuðum leikinn hræðilega og gerðum ekki neitt eins og við ætluðum okkur að gera en náum að koma til baka sem sýnir ógeðslega mikið hvað við erum góðar,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sem var að venju öflug í vörninni og skoraði auk þess fjögur mörk af línunni. Síðustu 10 mínútur leiksins voru taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Helena Rut kom Stjörnunni yfir en Steinunn jafnaði. Helena Rut kom Stjörnunni svo aftur yfir, 19-18. Fram fékk tvær sóknir til að jafna metin. Þær enduðu báðar með skotum frá Ragnheiði; Hafdís varði annað þeirra en hitt fór framhjá þegar 20 sekúndur voru eftir.Öll eggin í sömu körfunni Stefán Arnarson, þjálfari Fram, setti öll eggin í körfu Ragnheiðar sem virtist vera með frjálst skotleyfi. Hún tók 23 skot í leiknum (og skoraði sjö mörk), allir hinir leikmenn Fram tóku samtals 26 skot. Ragnheiði var þó að vissu leyti vorkunn því hinir útileikmenn Fram horfðu varla á markið á lokakaflanum. „Við fáum bara 18 mörk á okkur sem hefur ekki oft tekist í vetur og sem betur fer náum við því í bikarúrslitaleik. Hafdís var líka frábær fyrir aftan okkur og við unnum vel saman,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, sem lyfti bikarnum í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira