Viola Davis flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 11:00 Viola Davis tekur við verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríska leikkonan Viola Davis vann Óskarsverðlaunin í gær fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fences. Hún flutti tilfinningaþrungna þakkarræðu með tárin í augunum við mikinn fögnuð viðstaddra í salnum en mydnin er byggð á leikriti August Wilson sem lést árið 2015. Davis fór með sama hlutverk í leikritinu þegar það var sýnt á Broadway fyrir nokkrum árum. „Þið vitið að það er einn staður í heiminum þar sem allt fólkið sem hafði mestu möguleikana er samankomið og það er í kirkjugarðinum,“ sagði Davis í upphafi ræðu sinnar. „Fólk spyr mig alltaf hvers konar sögur ég vilji segja og ég svara að ég vilji grafa upp þessi lík. Grafa upp þessar sögur, sögur af fólki sem átti sér stóra drauma en sá þá aldrei rætast, fólk sem varð ástfangið og tapaði. Ég varð listamaður og þakka guði fyrir að ég gerði það því við erum eina starfsstéttin sem fagnar því hvað það þýðir að lifa lífinu.“ Þetta var í þriðja sinn sem Davis var tilnefnd til Óskarsverðlauna en í fyrsta skipti sem hún vann þau. Hún var tilnefnd árið 2008 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Doubt og svo árið 2011 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir myndina The Help. Ræðu Violu má sjá hér að neðan.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira