Ábyrgðarlaust dómsvald Áslaug Björgvinsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:35 Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar