Ábyrgðarlaust dómsvald Áslaug Björgvinsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:35 Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun