Endurskapa töfrandi stund 28. febrúar 2017 13:00 Hallveig Rúnarsdóttir er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta söngkona í flokknum Sígild- og samtímatónlist. Hún var einnig tilnefnd 2014 fyrir frammistöðu sína í Ein deutsches Requiem sem hún syngur á ný á þriðjudag. Mynd/Vilhelm Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur í hinu magnaða kórverki Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms sem Söngsveitin Fílharmónía flytur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar. „Þegar ég söng verkið með kórnum fyrir rúmum tveimur árum var það afar töfrandi stund enda var viburðurinn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2014,“ segir Hallveig sem sömuleiðis var tilnefnd sem söngkona ársins fyrir flutning sinn í flokknum Sígild- og samtímatónlist. Hún er einnig tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár sem afhent verða í vikunni. „Verkið er ótrúlega fallegt og magnað að sitja á sviðinu og hlusta. Ég syng ekki nema einn kafla og fæ því að njóta verksins mjög vel,“ segir Hallveig og bætir glettin við að sólósöngvarar þurfi oft að sitja aðgerðarlausir í kórverkum en það sé varla vandamál í Ein deutsches Requiem þar sem verkið sé afar fallegt áheyrnar. Hallveig segir uppfærsluna á þriðjudaginn nánast þá sömu og fyrir tveimur árum. „Verkið er flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Kórinn er sá sami líkt og stjórnandinn, píanóleikararnir og pákuleikarinn en hins vegar syngur Ágúst Ólafsson með okkur núna í stað Kristins Sigmundssonar,“ segir Hallveig en tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í ár í stað Langholtskirkju. „Ég mjög spennt að heyra hvernig verkið muni koma út í Norðurljósum.“Söngsveitin Fílharmónía flytur Ein deutsches Requiem undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.Í minningu móður og Schumanns Hið þýska requiem Brahms þykir afar krefjandi kórverk en er einnig sérstakt fyrir margra hluta sakir. „Í fyrsta lagi má nefna að það er samið og sungið á þýsku sem er afar óvenjulegt fyrir sálumessur sem iðulega eru á latínu,“ lýsir Hallveig en Brahms notaðist við þýskan texta lúterskrar útgáfu Biblíunnar. „Þá er stundum talað um verkið sem hina mannlegu sálumessu þar sem Brahms lagði mikla áherslu á að hugga eftirlifendur í verkinu þó hinn tragíski þráður sé aldrei langt undan.“ Upphaf sálumessunnar má rekja til sorga Brahms sjálfs. „Hann var góður vinur Robert Schumann og eiginkonu hans Clöru. Veikindi, sjálfsmorðstilraun og dauði Schumanns árið 1856 hafði mikil áhrif á hann en annar kafli sálumessunnar var upphaflega saminn sem hægur scherzo þáttur í sinfóníu sem Brahms vann að eftir fráfall Schumanns. Það var hins vegar andlát móður Brahms árið 1865 sem fékk hann til að semja sálumessuna enda var fráfall hennar honum mikið áfall,“ segir Hallveig og telur vel þess virði að koma og hlusta á Ein deutsches Requiem enda ekki á hverjum degi sem slíkar perlur klassískrar tónlistar séu fluttar.Margt annað á döfinni Hallveig hefur ýmis önnur járn í eldinum. „Ég syng Jóhannesarpassíu Bachs í byrjun apríl. Svo fer ég til Færeyja að syngja sumarmessuna eftir Mozart og er með tvö stór verkefni í maí. Annars vegar Guðbrandsmessuna eftir Hildigunni systur sem ég syng með Söngsveitinni Fílharmóníu og hins vegar óratoríuna Judas Maccabaeus eftir Händel.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 20. Miðasala á harpa.is Lífið Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur í hinu magnaða kórverki Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms sem Söngsveitin Fílharmónía flytur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar. „Þegar ég söng verkið með kórnum fyrir rúmum tveimur árum var það afar töfrandi stund enda var viburðurinn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2014,“ segir Hallveig sem sömuleiðis var tilnefnd sem söngkona ársins fyrir flutning sinn í flokknum Sígild- og samtímatónlist. Hún er einnig tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár sem afhent verða í vikunni. „Verkið er ótrúlega fallegt og magnað að sitja á sviðinu og hlusta. Ég syng ekki nema einn kafla og fæ því að njóta verksins mjög vel,“ segir Hallveig og bætir glettin við að sólósöngvarar þurfi oft að sitja aðgerðarlausir í kórverkum en það sé varla vandamál í Ein deutsches Requiem þar sem verkið sé afar fallegt áheyrnar. Hallveig segir uppfærsluna á þriðjudaginn nánast þá sömu og fyrir tveimur árum. „Verkið er flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Kórinn er sá sami líkt og stjórnandinn, píanóleikararnir og pákuleikarinn en hins vegar syngur Ágúst Ólafsson með okkur núna í stað Kristins Sigmundssonar,“ segir Hallveig en tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í ár í stað Langholtskirkju. „Ég mjög spennt að heyra hvernig verkið muni koma út í Norðurljósum.“Söngsveitin Fílharmónía flytur Ein deutsches Requiem undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.Í minningu móður og Schumanns Hið þýska requiem Brahms þykir afar krefjandi kórverk en er einnig sérstakt fyrir margra hluta sakir. „Í fyrsta lagi má nefna að það er samið og sungið á þýsku sem er afar óvenjulegt fyrir sálumessur sem iðulega eru á latínu,“ lýsir Hallveig en Brahms notaðist við þýskan texta lúterskrar útgáfu Biblíunnar. „Þá er stundum talað um verkið sem hina mannlegu sálumessu þar sem Brahms lagði mikla áherslu á að hugga eftirlifendur í verkinu þó hinn tragíski þráður sé aldrei langt undan.“ Upphaf sálumessunnar má rekja til sorga Brahms sjálfs. „Hann var góður vinur Robert Schumann og eiginkonu hans Clöru. Veikindi, sjálfsmorðstilraun og dauði Schumanns árið 1856 hafði mikil áhrif á hann en annar kafli sálumessunnar var upphaflega saminn sem hægur scherzo þáttur í sinfóníu sem Brahms vann að eftir fráfall Schumanns. Það var hins vegar andlát móður Brahms árið 1865 sem fékk hann til að semja sálumessuna enda var fráfall hennar honum mikið áfall,“ segir Hallveig og telur vel þess virði að koma og hlusta á Ein deutsches Requiem enda ekki á hverjum degi sem slíkar perlur klassískrar tónlistar séu fluttar.Margt annað á döfinni Hallveig hefur ýmis önnur járn í eldinum. „Ég syng Jóhannesarpassíu Bachs í byrjun apríl. Svo fer ég til Færeyja að syngja sumarmessuna eftir Mozart og er með tvö stór verkefni í maí. Annars vegar Guðbrandsmessuna eftir Hildigunni systur sem ég syng með Söngsveitinni Fílharmóníu og hins vegar óratoríuna Judas Maccabaeus eftir Händel.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 20. Miðasala á harpa.is
Lífið Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira