Endurskapa töfrandi stund 28. febrúar 2017 13:00 Hallveig Rúnarsdóttir er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta söngkona í flokknum Sígild- og samtímatónlist. Hún var einnig tilnefnd 2014 fyrir frammistöðu sína í Ein deutsches Requiem sem hún syngur á ný á þriðjudag. Mynd/Vilhelm Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur í hinu magnaða kórverki Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms sem Söngsveitin Fílharmónía flytur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar. „Þegar ég söng verkið með kórnum fyrir rúmum tveimur árum var það afar töfrandi stund enda var viburðurinn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2014,“ segir Hallveig sem sömuleiðis var tilnefnd sem söngkona ársins fyrir flutning sinn í flokknum Sígild- og samtímatónlist. Hún er einnig tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár sem afhent verða í vikunni. „Verkið er ótrúlega fallegt og magnað að sitja á sviðinu og hlusta. Ég syng ekki nema einn kafla og fæ því að njóta verksins mjög vel,“ segir Hallveig og bætir glettin við að sólósöngvarar þurfi oft að sitja aðgerðarlausir í kórverkum en það sé varla vandamál í Ein deutsches Requiem þar sem verkið sé afar fallegt áheyrnar. Hallveig segir uppfærsluna á þriðjudaginn nánast þá sömu og fyrir tveimur árum. „Verkið er flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Kórinn er sá sami líkt og stjórnandinn, píanóleikararnir og pákuleikarinn en hins vegar syngur Ágúst Ólafsson með okkur núna í stað Kristins Sigmundssonar,“ segir Hallveig en tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í ár í stað Langholtskirkju. „Ég mjög spennt að heyra hvernig verkið muni koma út í Norðurljósum.“Söngsveitin Fílharmónía flytur Ein deutsches Requiem undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.Í minningu móður og Schumanns Hið þýska requiem Brahms þykir afar krefjandi kórverk en er einnig sérstakt fyrir margra hluta sakir. „Í fyrsta lagi má nefna að það er samið og sungið á þýsku sem er afar óvenjulegt fyrir sálumessur sem iðulega eru á latínu,“ lýsir Hallveig en Brahms notaðist við þýskan texta lúterskrar útgáfu Biblíunnar. „Þá er stundum talað um verkið sem hina mannlegu sálumessu þar sem Brahms lagði mikla áherslu á að hugga eftirlifendur í verkinu þó hinn tragíski þráður sé aldrei langt undan.“ Upphaf sálumessunnar má rekja til sorga Brahms sjálfs. „Hann var góður vinur Robert Schumann og eiginkonu hans Clöru. Veikindi, sjálfsmorðstilraun og dauði Schumanns árið 1856 hafði mikil áhrif á hann en annar kafli sálumessunnar var upphaflega saminn sem hægur scherzo þáttur í sinfóníu sem Brahms vann að eftir fráfall Schumanns. Það var hins vegar andlát móður Brahms árið 1865 sem fékk hann til að semja sálumessuna enda var fráfall hennar honum mikið áfall,“ segir Hallveig og telur vel þess virði að koma og hlusta á Ein deutsches Requiem enda ekki á hverjum degi sem slíkar perlur klassískrar tónlistar séu fluttar.Margt annað á döfinni Hallveig hefur ýmis önnur járn í eldinum. „Ég syng Jóhannesarpassíu Bachs í byrjun apríl. Svo fer ég til Færeyja að syngja sumarmessuna eftir Mozart og er með tvö stór verkefni í maí. Annars vegar Guðbrandsmessuna eftir Hildigunni systur sem ég syng með Söngsveitinni Fílharmóníu og hins vegar óratoríuna Judas Maccabaeus eftir Händel.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 20. Miðasala á harpa.is Lífið Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur í hinu magnaða kórverki Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms sem Söngsveitin Fílharmónía flytur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar. „Þegar ég söng verkið með kórnum fyrir rúmum tveimur árum var það afar töfrandi stund enda var viburðurinn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2014,“ segir Hallveig sem sömuleiðis var tilnefnd sem söngkona ársins fyrir flutning sinn í flokknum Sígild- og samtímatónlist. Hún er einnig tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár sem afhent verða í vikunni. „Verkið er ótrúlega fallegt og magnað að sitja á sviðinu og hlusta. Ég syng ekki nema einn kafla og fæ því að njóta verksins mjög vel,“ segir Hallveig og bætir glettin við að sólósöngvarar þurfi oft að sitja aðgerðarlausir í kórverkum en það sé varla vandamál í Ein deutsches Requiem þar sem verkið sé afar fallegt áheyrnar. Hallveig segir uppfærsluna á þriðjudaginn nánast þá sömu og fyrir tveimur árum. „Verkið er flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Kórinn er sá sami líkt og stjórnandinn, píanóleikararnir og pákuleikarinn en hins vegar syngur Ágúst Ólafsson með okkur núna í stað Kristins Sigmundssonar,“ segir Hallveig en tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í ár í stað Langholtskirkju. „Ég mjög spennt að heyra hvernig verkið muni koma út í Norðurljósum.“Söngsveitin Fílharmónía flytur Ein deutsches Requiem undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.Í minningu móður og Schumanns Hið þýska requiem Brahms þykir afar krefjandi kórverk en er einnig sérstakt fyrir margra hluta sakir. „Í fyrsta lagi má nefna að það er samið og sungið á þýsku sem er afar óvenjulegt fyrir sálumessur sem iðulega eru á latínu,“ lýsir Hallveig en Brahms notaðist við þýskan texta lúterskrar útgáfu Biblíunnar. „Þá er stundum talað um verkið sem hina mannlegu sálumessu þar sem Brahms lagði mikla áherslu á að hugga eftirlifendur í verkinu þó hinn tragíski þráður sé aldrei langt undan.“ Upphaf sálumessunnar má rekja til sorga Brahms sjálfs. „Hann var góður vinur Robert Schumann og eiginkonu hans Clöru. Veikindi, sjálfsmorðstilraun og dauði Schumanns árið 1856 hafði mikil áhrif á hann en annar kafli sálumessunnar var upphaflega saminn sem hægur scherzo þáttur í sinfóníu sem Brahms vann að eftir fráfall Schumanns. Það var hins vegar andlát móður Brahms árið 1865 sem fékk hann til að semja sálumessuna enda var fráfall hennar honum mikið áfall,“ segir Hallveig og telur vel þess virði að koma og hlusta á Ein deutsches Requiem enda ekki á hverjum degi sem slíkar perlur klassískrar tónlistar séu fluttar.Margt annað á döfinni Hallveig hefur ýmis önnur járn í eldinum. „Ég syng Jóhannesarpassíu Bachs í byrjun apríl. Svo fer ég til Færeyja að syngja sumarmessuna eftir Mozart og er með tvö stór verkefni í maí. Annars vegar Guðbrandsmessuna eftir Hildigunni systur sem ég syng með Söngsveitinni Fílharmóníu og hins vegar óratoríuna Judas Maccabaeus eftir Händel.“ Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 20. Miðasala á harpa.is
Lífið Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira