Quincy Hankins Cole: Ghetto Hooligans gera leikina miklu auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 19:30 Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira