Þingmenn staðfesta Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Tom Price. Vísir/AFP Öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur staðfest þingmanninn og augnskurðlækninn Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra. Þingmenn kusu eftir flokkslínum en niðurstaðan var 52 gegn 47. Repúblikanar stefna að því að staðfesta tvo ríkisstjórnarmeðlimi Trump á mánudaginn. Price hefur verið þingmaður í sjö kjörtímabil og mun spila stóra rullu í því að gera út af við heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu Obamacare. Hann gæti á skömmum tíma breytt fjölda reglna varðandi framkvæmd Obamacare og undirbúið heilbrigðiskerfið fyrir það að þingið fellir lögin niður. Repúblikanar hafa unnið að því að finna nýja lausn til að leysa Obamacare af, en fjöldi fólks mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar lögin verða felld úr gildi. Þeir hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um nýja lausn og telja Price kjörinn til að hjálpa til við það ferli þar sem hann þekki vel til innan heilbrigðisgeirans. Paul Ryan, forseti þingsins, hefur heitið því að ný lausn verði klár á þessu ári. Öldungadeildarþingmenn demókrata spurðu Price ítrekað út í umfangsmikil verðbréfaviðskipti hans í fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og hann tók þátt í vinnu við lagasetningu í sama geira. Price segir þó að viðskipti sín hafi verið lögleg og siðferðislega réttmæt. Þá var Price einnig gagnrýndur fyrir að vilja skera niður fjármagn til Planned Parenthood, sem veitir konum heilbrigðisþjónustu víða um Bandaríkin. Fóstureyðingar eru þar á meðal. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Öldungadeildarþing Bandaríkjanna hefur staðfest þingmanninn og augnskurðlækninn Tom Price í embætti heilbrigðismálaráðherra. Þingmenn kusu eftir flokkslínum en niðurstaðan var 52 gegn 47. Repúblikanar stefna að því að staðfesta tvo ríkisstjórnarmeðlimi Trump á mánudaginn. Price hefur verið þingmaður í sjö kjörtímabil og mun spila stóra rullu í því að gera út af við heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu Obamacare. Hann gæti á skömmum tíma breytt fjölda reglna varðandi framkvæmd Obamacare og undirbúið heilbrigðiskerfið fyrir það að þingið fellir lögin niður. Repúblikanar hafa unnið að því að finna nýja lausn til að leysa Obamacare af, en fjöldi fólks mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar lögin verða felld úr gildi. Þeir hafa hins vegar ekki komist að samkomulagi um nýja lausn og telja Price kjörinn til að hjálpa til við það ferli þar sem hann þekki vel til innan heilbrigðisgeirans. Paul Ryan, forseti þingsins, hefur heitið því að ný lausn verði klár á þessu ári. Öldungadeildarþingmenn demókrata spurðu Price ítrekað út í umfangsmikil verðbréfaviðskipti hans í fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum á sama tíma og hann tók þátt í vinnu við lagasetningu í sama geira. Price segir þó að viðskipti sín hafi verið lögleg og siðferðislega réttmæt. Þá var Price einnig gagnrýndur fyrir að vilja skera niður fjármagn til Planned Parenthood, sem veitir konum heilbrigðisþjónustu víða um Bandaríkin. Fóstureyðingar eru þar á meðal.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila