Reiðin kraumar í Næturdrottningu Sólveig Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2017 10:00 Harpa Ósk Björnsdóttir sem Næturdrottningin í Töfraflautu Mozarts. Mynd/Ernir Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í nemendaóperunni því ég hef alltaf verið í tveimur skólum og ekki haft tíma,“ segir Harpa Ósk. Í þetta sinn vantaði einhvern til að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og hún beðin um að taka það að sér. „Ég ákvað að slá til því þó að Næturdrottningin sé risastórt hlutverk þá syngur hún aðeins tvær aríur og það er hentugt með skóla,“ segir Harpa og brosir. Aríurnar tvær eru þó afar flóknar og hlutverk Næturdrottningarinnar þykir eitt mest krefjandi sópranhlutverk í óperuheiminum. „Ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir að ég gæti þetta en söngkennarinn minn ákvað að prófa í einum söngtímanum og það kom mér á óvart að þetta væri hægt,“ segir hún. Söngkonan þarf að ná afar háum tónum í aríunum en Harpa segir það þó ekki það erfiðasta. „Hæðin kom nokkuð léttilega en svo syngur Næturdrottningin langa skala sem eru tæknilega erfiðir og erfitt að anda. Svo þarf hún líka alltaf að vera svo rosalega reið,“ segir Harpa og hlær. Hún þurfi því að sýna miklar tilfinningar en passa samt öndunina.Fríður hópur nemenda Söngskóla Reykjavíkur flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 12. febrúar.Mynd/ernirGóð fyrsta ópera Æfingar á óperunni hafa staðið síðan í haust og Harpa segir allt smollið saman núna. Hún lofar góðri skemmtun. „Þetta er ein skemmtilegasta ópera sem hefur verið samin. Hún er með einföldum boðskap, léttum og skemmtilegum söguþræði og ekki mjög löng. Þá eru í henni alls konar furðuverur,“ lýsir hún og bætir við að fínt sé fyrir þá sem ekki hafa farið á óperur áður að byrja á þessari. „Aldrei þessu vant þori ég að bjóða vinum mínum að koma,“ segir hún og segir hana einnig henta öllum aldurshópum. „Ég ætla til dæmis að bjóða litlu frændsystkinum mínum.“Vill ekki velja á milli Harpa byrjaði í söngnámi 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur í kórskóla Langholtskirkju en þar áður hafði hún verið lengi í kórstarfinu hjá Jóni Stefánssyni í kirkjunni. Þegar hún var 17 ára fór hún að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem er kennarinn hennar í dag. Harpa lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor og stundar nú fullt söngnám á háskólastigi. Flestum þætti það nóg en Harpa er auk þess á öðru ári í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir vissulega krefjandi að vera í fullu námi í hvoru tveggja. „Þetta er púsl en hefur virkað hingað til. Ég veit ekki hvort ég þurfi á endanum að velja á milli en ég vona ekki. Ég er alveg hætt að plana og sé bara hvert lífið leiðir mig.“ Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. Harpa Ósk Björnsdóttir fer með hið krefjandi hlutverk Næturdrottningarinnar en samhliða fullu söngnámi stundar Harpa nám í rafmagnsverkfræði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í nemendaóperunni því ég hef alltaf verið í tveimur skólum og ekki haft tíma,“ segir Harpa Ósk. Í þetta sinn vantaði einhvern til að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og hún beðin um að taka það að sér. „Ég ákvað að slá til því þó að Næturdrottningin sé risastórt hlutverk þá syngur hún aðeins tvær aríur og það er hentugt með skóla,“ segir Harpa og brosir. Aríurnar tvær eru þó afar flóknar og hlutverk Næturdrottningarinnar þykir eitt mest krefjandi sópranhlutverk í óperuheiminum. „Ég gerði mér sjálf ekki grein fyrir að ég gæti þetta en söngkennarinn minn ákvað að prófa í einum söngtímanum og það kom mér á óvart að þetta væri hægt,“ segir hún. Söngkonan þarf að ná afar háum tónum í aríunum en Harpa segir það þó ekki það erfiðasta. „Hæðin kom nokkuð léttilega en svo syngur Næturdrottningin langa skala sem eru tæknilega erfiðir og erfitt að anda. Svo þarf hún líka alltaf að vera svo rosalega reið,“ segir Harpa og hlær. Hún þurfi því að sýna miklar tilfinningar en passa samt öndunina.Fríður hópur nemenda Söngskóla Reykjavíkur flytur Töfraflautuna eftir Mozart í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 12. febrúar.Mynd/ernirGóð fyrsta ópera Æfingar á óperunni hafa staðið síðan í haust og Harpa segir allt smollið saman núna. Hún lofar góðri skemmtun. „Þetta er ein skemmtilegasta ópera sem hefur verið samin. Hún er með einföldum boðskap, léttum og skemmtilegum söguþræði og ekki mjög löng. Þá eru í henni alls konar furðuverur,“ lýsir hún og bætir við að fínt sé fyrir þá sem ekki hafa farið á óperur áður að byrja á þessari. „Aldrei þessu vant þori ég að bjóða vinum mínum að koma,“ segir hún og segir hana einnig henta öllum aldurshópum. „Ég ætla til dæmis að bjóða litlu frændsystkinum mínum.“Vill ekki velja á milli Harpa byrjaði í söngnámi 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur í kórskóla Langholtskirkju en þar áður hafði hún verið lengi í kórstarfinu hjá Jóni Stefánssyni í kirkjunni. Þegar hún var 17 ára fór hún að læra hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem er kennarinn hennar í dag. Harpa lauk framhaldsprófi í söng síðasta vor og stundar nú fullt söngnám á háskólastigi. Flestum þætti það nóg en Harpa er auk þess á öðru ári í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Hún segir vissulega krefjandi að vera í fullu námi í hvoru tveggja. „Þetta er púsl en hefur virkað hingað til. Ég veit ekki hvort ég þurfi á endanum að velja á milli en ég vona ekki. Ég er alveg hætt að plana og sé bara hvert lífið leiðir mig.“
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira