Trump setur afvopnunarsamning í uppnám Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd. Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd.
Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira