Trump setur afvopnunarsamning í uppnám Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd. Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest í samtali við forseta Kína að Bandaríkin líti á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Hann hefur hins vegar sett afvopnunarsamninga við Rússa í óvissu með því að fordæma samning um fækkun kjarnorkuvopna ríkjanna. Donal Trump ýmist tekur á móti eða talar símleiðis við leiðtoga annarra ríkja þessa dagana. Hann hafði áður stenft samskiptum Bandaríkjanna og Kína í óvissu með því að eiga símtal með forsætisráðherra Taiwan sem Kínverjar líta á sem hluta af en ekki sjálfstætt ríki. Trump sló á þessa óvissu með símtali við Xi Jinping forseta Kína í dag og staðfesti þá stefnu Bandaríkjanna að þau litu á Kína og Taiwan sem eitt ríki. Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins staðfesti þetta í dag. „Þessi kjarni í stefnu Kína um eitt kínverskt ríki hefur ætíð verið pólitískur grundvöllur góðra og styrkra tvíhliða tengsla Kína og Bandaríkjanna. Hann er einnig góð trygging fyrir öllu samstarfi sem á sér stað milli þessara mikilvægu ríkja á öllum vígstöðvum,“ sagði Kang. Það er hins vegar annað símtal sem ýft hefur fjaðrirnar á ýmsum vestanhafs. En fullyrt er að Trump hafi fordæmt START afvopnunarsamninginn milli Rússlands og Bandaríkjanna í símtali við Vladimir Putin forseta Rússlands í lok janúar. Samningurinn var undirritaður af Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Dimitry Medvedev þáverandi forseta Rússlands árið 2010. Hann gerir ráð fyrir að ríkin hafi fram til ársins 2018 til að fækka kjarnaoddum hvors ríkis þannig að hvorugt þeirra eigi meira en 1.550 slíkar sprengjur. Samningurinn var staðfestur á sínum tíma með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna demókrata og republicana. Reuters fréttastofan hefur eftir tveimur ónafngreindum starfsmönnum Hvíta hússins sem séð hafa útskrift að símtali Trump við Putin að Trump hafi hafnað því að framlengja samninginn og sagt hann halla á Bandaríkjamenn. Það kemur hins vegar ekki fram í opinberri útgáfu af samtalinu og Sean Spicer talsmaður Hvíta húsins neitaði að staðfesta þetta þegar hann var spurður á fundi með fréttamönnum. „Samtal forsetans við Putin forseta er einkasamtal sem fer fram á milli þeirra og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við birtum útskrift af samtalinu og höfum engu við það að bæta,“ sagði Spicer. En meira að segja Rex Tillerson utanríkisráðherraefni Trump varar við því að vinna ekki samkvæmt START samningnum. „Við getum einfaldlega ekki breytt skuldbindingum okkar þess efnis að fækka þessum vopnum á jörðinni,“ sagði Tillerson fyrir bandarískri þingnefnd.
Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira