Styttist í kosningar 11. febrúar 2017 10:00 Emmanuel Macron, óháður miðjuframbjóðandi. Fréttablaðið/EPA Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí. Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí.
Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila