Styttist í kosningar 11. febrúar 2017 10:00 Emmanuel Macron, óháður miðjuframbjóðandi. Fréttablaðið/EPA Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí. Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí.
Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira