Hjúkrunarfræðinemar vilja ekki starfa á Landspítalanum vegna slæmra launakjara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2017 14:24 Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.” Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.”
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira