Emil Hallfreðsson lék allan leikinn þegar Udinese tapaði 3-0 fyrir Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Þetta var þriðja tap Udinese í síðustu fimm leikjum en liðið er í 12. sæti deildarinnar með 29 stig.
Borja Valero, Khouma Babacar og Federico Fernardeschi skoruðu mörk Fiorentina sem er í 8. sætinu.
Emil hefur komið við sögu í 16 deildarleikjum í vetur og lagt upp þrjú mörk.
