Díana Dögg meiddist illa: „Ég hef aldrei grenjað jafnhátt“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:45 Díana Dögg er á hækjum og fer í skoðun á miðvikudaginn. vísir/eyþór/skjáskot Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur. Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Sjá meira
Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti