Harpa Þórsdóttir nýr safnstjóri Listasafns Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 16:30 Harpa Þórsdóttir. Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira