Usain Bolt vildi hætta eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 13:45 Usain Bolt. Vísir/AFP Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30
Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00
Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46
Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn