Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2017 18:30 Michael Flynn. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila