Arna Stefanía fegin að hafa hætt við að hætta: „Ég var alveg komin með upp í kok“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Sjá meira
Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Sjá meira