Lífsýnagreiningar í glæparannsóknum Ólafur B. Einarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun