Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 12:45 Jouban fagnar sigri á Richard Walsh fyrir tveimur árum. Vísir/AFP Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20
Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45
Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00
Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00