
Það er alltaf eigandi
Agnúast út í félagslegar lausnir
Síðan kom kaupleigukerfið og um tíma var föndrað við að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fyrir kaupendur að fyrstu íbúð, aðgerð sem hefur verið svert og snúið út úr allt fram á þennan dag. Allt voru þetta aðferðir til að auðvelda tekjulitlu fólki og meðaltekjuhópum að komast yfir húsnæði, en allar aðferðirnar eiga það sammerkt að þær sættu harðvítugum andróðri af hálfu þeirra sem ekki máttu heyra minnst á mismunun á markaði og fundu öllum tilraunum til að draga úr harðýðgi hans allt til foráttu.
Skilningsleysi bæjarstjórans?
Nú er markaðurinn aftur orðinn mál málanna. Bæjarstjórinn í Kópavogi beinir spurningum til lífeyrissjóða um hvort það sé rétt og yfirleitt réttlætanleg leið fyrir þá til að ávaxta pund félaga lífeyrissjóðanna að græða á sömu lífeyrisþegum í formi leigutekna.
Þessi athugasemd bæjarstjórans er fullkomlega réttmæt.
Viðbrögðin hafa hins vegar verið í gamalkunnum tóni. Skilur bæjarstjórinn ekki eðli markaðarins, er spurt með þjósti, veit hann ekki að allt leitar í jafnvægi ef tekst að tryggja nægilegt framboð á leiguhúsnæði? Hefur maðurinn aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftirspurnar?
Auðvitað er lykilatriði að húsnæði sé yfirleitt fyrir hendi, en það er ekki sama hver sér fyrir framboðinu á þessu húsnæði og á hvaða forsendum það er gert.
Lífeyrissjóðir fjárfesta til að hafa arð af fjárfestingu sinni. Það segja þeir sjálfir að sé ófrávíkjanleg regla, annað sé einfaldlega brot á réttindum sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna. Þetta höfum við heyrt oft – alltof oft – sem réttlætingu fyrir hávaxtastefnu, að ógleymdri óbilgirninni í kjölfar hrunsins.
Hverjir reyna að græða?
En reyna ekki allir að græða á fjárfestingum sínum? Flestir, en ekki allir.
Leigufélögin sem nú ryðja sér til rúms ætla að græða á leiguhúsnæði. Það er hins vegar ekki markmiðið með rekstri Félagsíbúða í Reykjavík. Og það hefur ekki verið markmið annarra félagslegra íbúðakerfa á vegum sveitarfélaganna.
Sama á við um íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins, samtaka námsmanna og félagslega þenkjandi samtaka. Þessi rekstur er að eðli til frábrugðinn því að bjóða fram leiguhúsnæði í ábataskyni.
Nú eru gróðaöflin eina ferðina enn að búa í haginn til þess að hagnast á þeim frumþörfum sem við öll höfum, það er að leita lækningar við kvillum og sjúkdómum sem hrjá okkur og síðan að komast í öruggt húsaskjól. Að mínu mati á hvorugt þessa að verða nokkrum aðila gróðalind – ekki heldur lífeyrissjóðum. Hvort tveggja á að vera félagslegt úrlausnarefni.
Segja eitt en gera annað
Vonandi er óþarfi að taka fram að hér er verið að tala um hið almenna fyrirkomulag og þá hvernig opinberir aðilar og hálfopinberir, eins og lífeyrissjóðir sem byggja tilveru sína á lögþvingun, eigi að koma að þessum málum.
Við vissar aðstæður í lífinu getur verið ákjósanlegt og eftirsóknarvert að leigja, á meðan fólk er í námi, er í hreyfanlegri vinnu og svo framvegis. Síðan eru þau vissulega til, sem líður betur í leiguhúsnæði, þá á það að geta verið þeirra val.
En það eru öll hin sem hafa ekkert val, sem forræðishyggjan vill beina í leiguhúsnæði. Fæstir sem vísa veginn búa sjálfir í leiguhúsnæði vel að merkja, heldur hafa fest kaup á eigin íbúð eða húsi.
Félagslegt húsnæði eða eigið?
Það segir sig sjálft að ef ekki er um að ræða félagslegt leiguhúsnæði sem stendur utan gróðamarkaðar, nokkuð sem ég er eindregið fylgjandi og lít engan veginn á sem neyðarbrauð heldur fýsilegan valkost, þá er það nú svo að eiginhúsnæði er að jafnaði ódýrasti kosturinn. Einfaldlega vegna þess að þá lenda þeir fjármunir sem ella hefðu orðið að hagnaði leigufyrirtækisins, hjá þeim sem býr í húsnæðinu og hefur eignarhaldið á sinni hendi.
Sú staðreynd sem alltof oft virðist gleymast í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers, bæjarfélags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs.
Formin eru mismunandi, en það er alltaf eigandi. Gleymum því ekki!
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar