Lífeyrir á að hækka í 400 þúsund fyrir skatt! Björgvin Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 11:00 Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun