Dagný og Margrét Lára báðar með á Algarve | 23 manna hópur klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 13:45 Íslenski hópurinn kynntur á blaðamannfundi í dag. Vísir/Henry Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir) EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag þá 23 leikmenn sem munu taka þátt í Algarve-bikarnum í næsta mánuði. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er í hópnum að þessu sinni en hún á aðeins einn landsleik að baki. Valskonan Thelma Björk Einarsdóttir kemur líka inn í hópinn en hún hefur verið lítið með síðustu ár. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem hafa verið að glíma við meiðsli, eru báðar í hópnum. Margrét Lára er kominn til baka eftir aðgerð en Dagný hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hólmfríður Magnúsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla ekki frekar en Ásgerður St. Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Hrund Jónasdóttir og Katrín Ómarsdóttir sem fóru allar með í Kínaferðina í október eru ekki með í hópnum að þessu sinni. Elín Metta Jensen, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir fóru ekki með til Kína en eru afur á móti í hópnum fyrir Algarve-bikarinn. Þetta er ellefta árið í röð og þrettánda árið alls sem íslensku stelpurnar eru með í Algarve-bikarnum en þær náðu þriðja sætinu á mótinu í fyrra sem er næstbesti árangur liðsins frá upphafi. Ísland er að þessu sinni í riðli með Noregi, Japan og Spáni í Algarve-bikarnum og er fyrsti leikurinn á móti Norðmönnum 1. mars næstkomandi. Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Hollandi næsta sumar og eru þetta fyrstu leikir liðsins á árinu 2017.Landsliðshópur Íslands á Algarve-bikarnum 2017: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 (27 landsleikir) Arna Sif Asgrimsdottir, Val (10 landsleikir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (19 landsleikir) Dagný Brynjarsdóttir, Portland (69 landsleikir) Dóra María Lárusdóttir, Val (113 landsleikir) Elín Metta Jensen, Val (21 landsleikur) Elísa Viðarsdóttir, Val (31 landsleikur) Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki (76 landsleikir) Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd (46 landsleikir) Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden (45 landsleikir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga (34 landsleikir) Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden (76 landsleikir) Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni (5 landsleikir) Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (112 landsleikir) Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val (28 landsleikir) Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki (75 landsleikir) Sandra María Jessen, Þór/KA (16 landsleikir) Sandra Sigurðardóttir, Val (14 landsleikir) Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg (98 landsleikir) Sif Atladóttir, Kristianstad (56 landsleikir) Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (1 landsleikur) Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (2 landsleikir) Thelma Björk Einarsdóttir, Val (10 landsleikir)
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira