Óróleiki í kring um útnefningar Trump á embættismönnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 20:05 Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira