Óróleiki í kring um útnefningar Trump á embættismönnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 20:05 Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Áherslubreyting Donalds Trump varðandi friðarviðræður Ísraels og Palestínumanna hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal Palestínumanna. Þá voru yfirheyrslur yfir sendiherraefni Trump í Ísrael ítrekað truflaðar í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í dag. Raunir Donald Trump varðandi æðstu embættismenn hans halda áfram. Hann hafði útnefnt Andrew Puzder í embætti atvinnumálaráðherra en áður en yfirheyrslur fyrir þingnefnd hófust í gær dró hann sig til baka þar sem ljóst var að hann nyti ekki stuðnings meirihluta repúblikana í öldungadeildinni vegna vafasamrar fortíðar. Í dag útnefndi Trump Alexander Acosta í hans stað. Þá var fundur utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar ítrekað truflaður í dag, þar sem verið var að yfirheyra David Friedman sem Trump hefur tilnefnt í embætti sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael. „Það eru mikil forréttindi að fá að ávarpa þessa nefnd sem hefur gert svo mikið til að þoka hagsmunum Bandaríkjanna áfram víða um heim...“ sagði Friedman en var þá truflaður af áhorfenda í salnum sem ítrekaði réttindi Palestínumanna og var færður út af lögreglu.Friedman hélt svo áfram máli sínu og lýsti sjónarmiðum varðandi tveggja ríkja lausnina á ófriðinum fyrir botni Miðjarðarhafs. En í gær sagði Trump á fréttamannafundi með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hann gæti allt eins séð fyrir sér eins ríkis lausn á ófriði Palestínumanna og Ísraels, sem er stefnubreyting frá mörgum fyrri ríkisstjórnum Bandaríkjanna. „Ég hef lýst efasemdum mínum um tveggja ríkja lausnina eingöngu vegna þess sem ég hef skynjað sem tregðu Palestínumanna til að fordæma hryðjuverk og viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki,“ sagði Friedman og var þá aftur truflaður af áhorfenda í nefndarsalnum. „Við látum ekki þagga niður í okkur. Þú ert ekki fulltrúi okkar. Þú verður aldrei fulltrúi okkar. Hernám Ísraelsmanna er óréttlátt gagnvart Palestínumönnum og sýnir rasisma bandarískra gyðinga,“ hrópaði mótmælandinn að Friedman á meðan hann var leiddur út úr salnum. Þá eru afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum enn mjög heitt mál en nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna Rex Tillerson fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í fyrsta skipti í dag þar sem Lavrov neitaði öllum afskiptum af kosningunum. „Þið ættuð að vita að við skiptum okkur ekki af innanríkismálum erlendra ríkja,“ sagði Lavrov þegar hann var spurður út í meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Jeff Mattis nýr varnarmálaráðherra var hins vegar í engum vafa um afskipti Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn í Brussel í dag. „Núna vil ég bara segja að á því leikur lítill vafi að þeir hafa annaðhvort haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af ýmsum kosningum í lýðræðisríkjunum,“ sagði Jeff Mattis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila