Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 83-65 | Meistararnir fengu skell fyrir norðan Arnar Geir Halldórsson í Höllinni skrifar 17. febrúar 2017 21:30 Benedikt Guðmundsson rassskellti gömlu lærisveinana. vísir/anton brink Þór Akureyri gerði sér lítið fyrir og pakkaði Íslands- og bikarmeisturum KR saman, 83-65, í lokaleik 17. umferðar Domino´s-deildar karla í körfubolta. KR-ingar, sem urðu bikarmeistarar annað árið í röð fyrir tæpri viku, voru án Brynjars Þórs Björnssonar en Þórsarar tóku völdin í öðrum leikhluta og gengu frá leiknum í seinni hálfleik. Þór náði mest 29 stiga forskoti, 81-52, í fjórða leikhluta en slökuðu á undir lokin sem gerði KR-ingum kleift að laga stöðuna aðeins. Ævintýralega flottur sigur Þórsara engu að síður í höfn. George Beamon skoraði 19 stig fyrir Þórsarar auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Tryggvi Snær Hlinason skoraði 16 stig og tók tólf fráköst. Philip Alawoya var stigahæstur hjá KR með tólf stig líkt og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson en þeir Jón Arnór Stefánsson, Sigurður Þorvaldsson og Darri Hilmarsson skoruðu allir tíu stig. KR mistókst að taka aftur toppsætið af KR en liðið er í öðru sæti með 26 eins og Stjörnumenn. Þórsarar eru komnir með 18 stig og eru í hörku baráttu um heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Afhverju vann Þór? Þórsarar mættu rosalega vel stemmdir til leiks og voru betri á flestum, ef ekki öllum, sviðum leiksins. Á meðan ekkert gekk hjá KR-ingum á báðum endum vallarins var allt ofaní hjá Þórsurum sem gengu á lagið þegar á leið og í stað þess að detta í þann pytt að verja forystuna héldu þeir áfram að bæta í. KR-liðið hefur sjaldan spilað jafn illa og er sama á hvaða þátt leiksins er litið. Þeir voru einfaldlega ekki í neinum takti. Þórsarar unnu frákastabaráttuna og munaði þar mikið um besta mann vallarins, Tryggva Snæ Hlinason.Bestu menn vallarins Stóra sýningin, Tryggvi Snær Hlinason. Þessi 216 sentimetra miðherji var algjörlega stórkostlegur í kvöld. Það var hann sem setti tóninn strax í upphafi leiks með því að verja skot í og setja tíu stig á töfluna í fyrsta leikhluta. Endar leikinn með sextán stig og tólf fráköst og klikkar aðeins á einu skoti í öllum leiknum. KR-ingar réðu ekkert við kauða. Allir leikmenn Þórs geta gengið stoltir frá þessum leik. Fyrirliðinn Þröstur Leó setti niður ótrúlegar körfur og Ingvi Rafn Ingvarsson var rosalega góður. Í liði KR var í raun enginn góður. Reynsluboltarnir Jón Arnór Stefánsson og Darri Hilmarsson reyndu en voru engu að síður langt frá sínu bestu.Hvað gekk illa? Einfalt. Allt í leik KR gekk illa og ekkert í leik Þórs.Tölfræði sem vakti athygli Vítanýting Þórsara. Þeir fóru ellefu sinnum á vítalínuna og það skilaði þeim ellefu stigum. Annars voru bæði lið lítið á vítalínunni þar sem aðeins voru ellefu villur dæmdar í leiknum. KR fékk sex villur á sig og Þórsarar fimm.Finnur: Þeir voru betri en við á öllum sviðum leiksins Finnur Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum hundfúll með leik sinna manna í kvöld og viðurkennir að Þórsarar hafi verið miklu betri. „Þór Akureyri spilaði bara miklu betur. Þeir voru mörgum levelum fyrir ofan okkur á öllum sviðum í kvöld og áttu sigurinn skilið." KR-ingar eru nýkrýndir bikarmeistarar en Finnur vill ekki meina að það hafi truflað undirbúning þessa leiks. „Ég vil ekki nota það sem afsökun. Þórsararnir voru bara mun betri og voru vel studdir hérna í kvöld. Þeir settu skotin sín niður og djöfluðust í vörninni. Það sem gerðist um síðustu helgi gerðist um síðustu helgi. Þeir voru mikið betri í dag og því fór sem fór." Þetta er annað árið í röð sem KR-ingar lenda í vandræðum í Íþróttahöllinni á Akureyri. Í fyrra mörðu þeir, þá 1.deildarlið Þórs, í bikarkeppninni. Finnur segir að KR-ingum líði ekki illa í Höllinni. „Alls ekki. Þetta Þórslið er töluvert betra en liðið í fyrra. Þetta var meira okkar kæruleysi í fyrra. Nú var Tryggvi frábær og í raun allir hjá þeim. Það er erfitt að finna eina ástæðu fyrir þessu,“ segir Finnur.Benedikt: Gefur körfuboltauppbyggingu á Akureyri helling Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn á sínum gömlu félögum og segir þetta hafa verið afar mikilvægan sigur fyrir Þórsliðið. „Ég er ánægður með að fá tvö stig. Það var kærkomið að ná í þennan sigur því við vorum búnir að tapa tveim í röð fyrir þennan leik." Þórsarar fengu langan tíma til að undirbúa sig fyrir þennan leik á meðan KR-ingar voru í eldlínunni í bikarnum. Benedikt segist hafa nýtt þennan tíma aðallega til að hvílast. „Ég var aðallega að hvíla liðið, þá aðallega lykilmenn. Það eru margir búnir að vera að glíma við meiðsli. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil fyrir okkur svo fyrri vikuna nýttum við í hvíld. Svo notuðum við þessa viku til að undirbúa okkur fyrir KR-ingana." Benedikt getur ekki útskýrt hvers vegna Þórsarar spila svo vel gegn toppliðunum á heimavelli en fyrr í vetur burstuðu Þórsarar nágranna sína í Tindastól í Höllinni. „Nei ég get það ekki. Ef við tölum um þennan leik þá var þetta ekki þetta frábæra KR-lið sem við þekkjum. Þeir voru að vinna bikartitil um síðustu helgi og það er ákveðin þynnka sem fylgir því. Þeir eiga helling inni og eru miklu betri heldur en þeir sýndu hérna. Á móti vorum við örugglega að spila okkar besta leik í mánuð," segir Benedikt. Hvað gefur það Þór að vinna Vesturbæjarstórveldið með þessum hætti? „Þetta gefur okkur bara tvö stig. Þetta gefur hinsvegar uppbyggingunni á körfuboltanum á Akureyri helling. Að við leggjum svona frábært lið fyrir framan svona frábæra áhorfendur. Það er þetta auka sem við fáum út úr þessu." Tryggvi Snær var stórkostlegur í kvöld og frammistaða hans kemur þjálfaranum ekki á óvart. „Ég sagði við þig í fyrsta leik eftir jól að hann yrði miklu betri eftir áramót. Hann er búinn að taka miklum framförum og ég er alltaf að fá hann til að gera meira og meira. Fá hann til að skjóta og fara á hringinn. Þetta er að koma hjá honum." Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Þór Akureyri gerði sér lítið fyrir og pakkaði Íslands- og bikarmeisturum KR saman, 83-65, í lokaleik 17. umferðar Domino´s-deildar karla í körfubolta. KR-ingar, sem urðu bikarmeistarar annað árið í röð fyrir tæpri viku, voru án Brynjars Þórs Björnssonar en Þórsarar tóku völdin í öðrum leikhluta og gengu frá leiknum í seinni hálfleik. Þór náði mest 29 stiga forskoti, 81-52, í fjórða leikhluta en slökuðu á undir lokin sem gerði KR-ingum kleift að laga stöðuna aðeins. Ævintýralega flottur sigur Þórsara engu að síður í höfn. George Beamon skoraði 19 stig fyrir Þórsarar auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Tryggvi Snær Hlinason skoraði 16 stig og tók tólf fráköst. Philip Alawoya var stigahæstur hjá KR með tólf stig líkt og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson en þeir Jón Arnór Stefánsson, Sigurður Þorvaldsson og Darri Hilmarsson skoruðu allir tíu stig. KR mistókst að taka aftur toppsætið af KR en liðið er í öðru sæti með 26 eins og Stjörnumenn. Þórsarar eru komnir með 18 stig og eru í hörku baráttu um heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Afhverju vann Þór? Þórsarar mættu rosalega vel stemmdir til leiks og voru betri á flestum, ef ekki öllum, sviðum leiksins. Á meðan ekkert gekk hjá KR-ingum á báðum endum vallarins var allt ofaní hjá Þórsurum sem gengu á lagið þegar á leið og í stað þess að detta í þann pytt að verja forystuna héldu þeir áfram að bæta í. KR-liðið hefur sjaldan spilað jafn illa og er sama á hvaða þátt leiksins er litið. Þeir voru einfaldlega ekki í neinum takti. Þórsarar unnu frákastabaráttuna og munaði þar mikið um besta mann vallarins, Tryggva Snæ Hlinason.Bestu menn vallarins Stóra sýningin, Tryggvi Snær Hlinason. Þessi 216 sentimetra miðherji var algjörlega stórkostlegur í kvöld. Það var hann sem setti tóninn strax í upphafi leiks með því að verja skot í og setja tíu stig á töfluna í fyrsta leikhluta. Endar leikinn með sextán stig og tólf fráköst og klikkar aðeins á einu skoti í öllum leiknum. KR-ingar réðu ekkert við kauða. Allir leikmenn Þórs geta gengið stoltir frá þessum leik. Fyrirliðinn Þröstur Leó setti niður ótrúlegar körfur og Ingvi Rafn Ingvarsson var rosalega góður. Í liði KR var í raun enginn góður. Reynsluboltarnir Jón Arnór Stefánsson og Darri Hilmarsson reyndu en voru engu að síður langt frá sínu bestu.Hvað gekk illa? Einfalt. Allt í leik KR gekk illa og ekkert í leik Þórs.Tölfræði sem vakti athygli Vítanýting Þórsara. Þeir fóru ellefu sinnum á vítalínuna og það skilaði þeim ellefu stigum. Annars voru bæði lið lítið á vítalínunni þar sem aðeins voru ellefu villur dæmdar í leiknum. KR fékk sex villur á sig og Þórsarar fimm.Finnur: Þeir voru betri en við á öllum sviðum leiksins Finnur Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum hundfúll með leik sinna manna í kvöld og viðurkennir að Þórsarar hafi verið miklu betri. „Þór Akureyri spilaði bara miklu betur. Þeir voru mörgum levelum fyrir ofan okkur á öllum sviðum í kvöld og áttu sigurinn skilið." KR-ingar eru nýkrýndir bikarmeistarar en Finnur vill ekki meina að það hafi truflað undirbúning þessa leiks. „Ég vil ekki nota það sem afsökun. Þórsararnir voru bara mun betri og voru vel studdir hérna í kvöld. Þeir settu skotin sín niður og djöfluðust í vörninni. Það sem gerðist um síðustu helgi gerðist um síðustu helgi. Þeir voru mikið betri í dag og því fór sem fór." Þetta er annað árið í röð sem KR-ingar lenda í vandræðum í Íþróttahöllinni á Akureyri. Í fyrra mörðu þeir, þá 1.deildarlið Þórs, í bikarkeppninni. Finnur segir að KR-ingum líði ekki illa í Höllinni. „Alls ekki. Þetta Þórslið er töluvert betra en liðið í fyrra. Þetta var meira okkar kæruleysi í fyrra. Nú var Tryggvi frábær og í raun allir hjá þeim. Það er erfitt að finna eina ástæðu fyrir þessu,“ segir Finnur.Benedikt: Gefur körfuboltauppbyggingu á Akureyri helling Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn á sínum gömlu félögum og segir þetta hafa verið afar mikilvægan sigur fyrir Þórsliðið. „Ég er ánægður með að fá tvö stig. Það var kærkomið að ná í þennan sigur því við vorum búnir að tapa tveim í röð fyrir þennan leik." Þórsarar fengu langan tíma til að undirbúa sig fyrir þennan leik á meðan KR-ingar voru í eldlínunni í bikarnum. Benedikt segist hafa nýtt þennan tíma aðallega til að hvílast. „Ég var aðallega að hvíla liðið, þá aðallega lykilmenn. Það eru margir búnir að vera að glíma við meiðsli. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil fyrir okkur svo fyrri vikuna nýttum við í hvíld. Svo notuðum við þessa viku til að undirbúa okkur fyrir KR-ingana." Benedikt getur ekki útskýrt hvers vegna Þórsarar spila svo vel gegn toppliðunum á heimavelli en fyrr í vetur burstuðu Þórsarar nágranna sína í Tindastól í Höllinni. „Nei ég get það ekki. Ef við tölum um þennan leik þá var þetta ekki þetta frábæra KR-lið sem við þekkjum. Þeir voru að vinna bikartitil um síðustu helgi og það er ákveðin þynnka sem fylgir því. Þeir eiga helling inni og eru miklu betri heldur en þeir sýndu hérna. Á móti vorum við örugglega að spila okkar besta leik í mánuð," segir Benedikt. Hvað gefur það Þór að vinna Vesturbæjarstórveldið með þessum hætti? „Þetta gefur okkur bara tvö stig. Þetta gefur hinsvegar uppbyggingunni á körfuboltanum á Akureyri helling. Að við leggjum svona frábært lið fyrir framan svona frábæra áhorfendur. Það er þetta auka sem við fáum út úr þessu." Tryggvi Snær var stórkostlegur í kvöld og frammistaða hans kemur þjálfaranum ekki á óvart. „Ég sagði við þig í fyrsta leik eftir jól að hann yrði miklu betri eftir áramót. Hann er búinn að taka miklum framförum og ég er alltaf að fá hann til að gera meira og meira. Fá hann til að skjóta og fara á hringinn. Þetta er að koma hjá honum."
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira