Íhuga að senda þjóðvarðliðið á innflytjendur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Nordicphotos/AFP Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira