Í samningi VM segir að útgerð skuli láta skipverjum fullt fæði í té endurgjaldslaust. Þegar vélstjórar vinni um borð í skipi í inniverum og heimahöfn skuli þeir hafa aðgang að mat, en að allir fæðisreikningar þurfi að vera viðurkenndir af matsveini. Matsveini sé þó skylt að sjá til þess að innkaup á matvöru séu gerð með sem hagkvæmustum hætti.
Þá verður öryggis- og hlífðarfatnaður í eigu útgerðar en til afnota fyrir skipverja. Skipverjum verður gert skylt að fara eftir þeim reglum sem útgerðin setur í tengslum við fatnaðinn og þurfa þeir að skila fötunum þegar þeir láta af störfum.
Útgerðin mun jafnframt greiða skipverjum sérstaka kaupskráruppbót að fjárhæð 300 þúsund kr með orlofi, miðað við 180 lögskráningardaga eða fleiri árið 2016. Skipverjar sem voru í starfi hjá útgerð árið 2016 og koma aftur til starfa fyrir 30. apríl 2017 eiga rétt á uppbótinni. Ef lögskráningardagar árið 2016 eru færri greiðist fjárhæðin hlutfallslega.
Kjarasamninginn í heild má sjá hér að neðan (PDF).
