Diana Satkauskeite skoraði 14 mörk þegar Valur vann Fylki, 31-26, í 16. umferð Olís-deildar kvenna í dag.
Með sigrinum komst Valur upp fyrir Hauka í 3. sæti deildarinnar.
Fylkir er áfram í áttunda og neðsta sætinu með sex stig.
Árbæingar voru yfir í hálfleik, 15-17, en Valskonur lokuðu vörninni í seinni hálfleik, fengu aðeins níu mörk á sig og skoruðu sjálfar 16 mörk. Lokatölur 31-26, Val í vil.
Thea Imani Sturludóttir var að venju markahæst í liði Fylkis með sjö mörk.
Mörk Vals:
Diana Satkauskeite 14, Morgan Marie Þorkelsdóttir 8, Gerður Arinbjargar 4, Kristine Håheim Vike 3, Eva Björk Hlöðversdóttir 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1.
Mörk Fylkis:
Thea Imani Sturludóttir 7, Christine Rishaug 6, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Þórunn Friðriksdóttir 1, Diljá Mjöll Aronsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1.
